Tengslatorg Háskóla Íslands

Velkomin á vef Háskóla Íslands, tengslatorg.hi.is, sem helgaður er atvinnumálum stúdenta við skólann. Í upphafi er einkum horft til sumarstarfa en vefurinn er annars hugsaður sem alhliða atvinnumiðlun fyrir nemendur Háskóla Íslands. Af því tilefni býður Háskóli Íslands fyrirtækjum og stofnunum upp á að auglýsa endurgjaldslaust eftir sumarstarfskröftum á Tengslatorgi skólans.

Verkefnið sem er unnið í samstarfi við Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands (NSHÍ) og Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) hefur fengið jákvæð viðbrögð frá stærstu vinnustöðum landsins.

Yfir 500 stöðugildi í boði

Nemendum Háskóla Íslands býðst nú að skrá sig inn og sækja um einhver af þeim rúmlega 500 stöðugildum sem í boði eru. Athygli er vakin að á bakvið hverja auglýsingu kunna að vera fjölmörg stöðugildi.

Fjölbreytt úrval starfa

Nú þegar má finna fjölbreytt úrval starfa á Tengslatorginu en fleiri störf munu birtast eftir því sem líður á. Allt frá fjármálafyrirtækjum á borð við Íslandsbanka til stærstu heilbrigðisstofnunar landsins, Landspítalans.

Eflum tengsl Háskóla Íslands við samfélagið

Atvinnumiðlun fyrir stúdenta er fyrsta skrefið í vinnu við að efla tengsl Háskóla Íslands við samfélagið, jafnt atvinnulífið sem og hið opinbera.