Vinnuveitandi

Reykjavíkurborg

Starfsheiti

Afleysingastofa - starf sem hentar þér

Starfshlutfall

100%

Frestur

31.10.2020

Starfslýsing

Afleysingastofa er nýjung hjá Reykjavíkurborg en byggir á erlendri fyrirmynd og er fyrirkomulagið til dæmis þekkt í Skandinavíu.

Hjá Afleysingastofu er hægt að finna störf innan velferðarsviðs og skóla- og frístundarsviðs svo endilega sæktu um og við finnum starf sem hentar.

Vegna aukinna umsvifa á velferðarsviði auglýsum við sérstaklega eftir einstaklingum sem vilja starfa innan velferðarsviðs.

Hjá Afleysingastorfu gefst einstaklingum tækifæri til þess að skilgreina sjálfir sinn vinnutíma og vinna á þeim tíma sem þeir óska eftir.

Markmiðið Afleysingastofu er að gefa starfsstöðum Reykjavíkurborgar tækifæri til þess að ráða í afleysingu í tímabundin störf til þess að bregðast við ófyrirséðum og fyrirséðum forföllum. Fyrirkomulagið mun skapa meiri sveigjanleika fyrir þá einstaklinga sem vilja tímabundin, breytileg störf og eða þurfa sveigjanlegan vinnutíma. Þetta gefur einnig einstaklingum tækifæri til þess að kynnast störfum Reykjavíkurborgar án þess að skuldbinda sig til lengri tíma.

Nánari upplýsingar um Afleysingastofu má nálgast hjá afleysingastofa@reykjavik.is.

 

Hæfniskröfur

  • Áhugi á að starfa með fólki
  • Hrein sakaskrá
  • Vera tilbúinn að koma inn á ólíka starfsstaði með stuttum fyrirvara
  • Hæfni í mannlegum samskiptum


Sækja um starf