Vinnuveitandi

Borgarplast - Ásbrú

Starfsheiti

Afgreiðslustjóri - afleysing

Starfshlutfall

100%

Frestur

14.06.2021

Starfslýsing

Borgarplast framleiðir frauðkassa, húsaeinangrun, fiskiker og fráveitulausnir.

Frauðverksmiðja Borgarplast á Ásbrú að Grænásbraut 501 hóf störf árið 2019 og framleiðir frauðkassa fyrir sjávarútveg og fiskeldi auk þess að framleiða húsaeinangrun.

Afgreiðslustjóri tekur við föstum pöntunum og gerir tilboð í sölu á húsaeinangrun og skipuleggur dreifingu með eigin flutningabifreiðum og í samvinnu við undirverktaka.

Þá fylgist afgreiðslustjóri með lagerstöðu á ýmsum endursöluvörum og sér um innkaup á þeim vörum.
Helstu samstarfsmenn eru framleiðslustjóri félagsins, sölumenn og bílstjórar flutningabifreiða.

Hæfniskröfur

Við leitum að öflugum aðila til að leysa af í sex vikur í sumar frá 1. júlí til 13. ágúst 2021.

Hæfniskröfur:
Íslenskukunnátta í ræðu og riti er skilyrði.
Ríkir skipulagshæfileikar og hæfni í mannlegum samskiptum.
Þekking á að vinna með tölvur og vilji til að kynnast nýjum tölukerfum (Dynamics NAV).

Gott tækifæri fyrir stúdenta að fá reynslu af stjórnendastarfi og að kynnast upplýsingatæknikerfinu Navision.

UMSÓKNIR SKAL SENDA Á TÖLUVPÓSTFANGIÐ atvinna@borgarplast.is.

Frekari upplýsingar veitir Guðbrandur Sigurðsson frkv.stj. í síma 896 0122.

Umsóknarfrestur eru til 14. júní 2021.Sækja um starf