
Vinnuveitandi
Eir/Skjól/Hamrar hjúkrunarheimiliStarfsheiti
Starfsmaður á fjármálasviðiStarfshlutfall
30%Frestur
01.10.2023Starfslýsing
Eir/Skjól/Hamrar hjúkrunarheimili auglýsa eftir starfsmanni til starfa á fjármálasviði samstæðunnar. Um er að ræða hlutastarf sem hentar vel með háskólanámi.
Eir, Skjól og Hamrar eru samrekin hjúkrunarheimili og eru skrifstofur á Eir hjúkrunarheimili, Hlíðarhúsum 7, Grafarvogi. Eir Öryggisíbúðir ehf., dótturfélag Eirar, rekur síðan yfir 200 öryggisíbúðir á þremur stöðum. Þá er einnig rekið framleiðslueldhús í Hlíðarhúsum 7.
Starfsemin er umfangsmikil og eru verkefnin á fjármálasviði fjölbreytt og áhugaverð. Öll bókhaldsvinna, milliuppgjör og ársuppgjör eru unnin innanhúss.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Færsla bókhalds
- Lánadrottna- og viðskiptamannabókhald
- Afstemmingar
- Aðstoð við milli- og ársuppgjör.
Hæfniskröfur
- Háskólanám sem nýtist í starfi, s.s. viðskiptafræði eða hagfræði
- Góð Excel kunnátta
- Góð almenn tölvukunnátta
- Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
- Samviskusemi og nákvæmni
- Mikill áhugi á bókhaldi og mikill drifkraftur
- Góð samskiptafærni og hæfileiki til að vinna í teymi
Boðið er upp á:
- Skemmtileg, fjölbreytt og krefjandi verkefni
- Lifandi vinnustað og skemmtilegt starfsumhverfi
- Góða vinnuaðstöðu með nýjustu kerfunum
Um er að ræða 30% starfshlutfall. Starfið hentar mjög vel með háskólanámi, vinnutími getur verið sveigjanlegur eftir stundatöflu skóla.
Umsóknarfrestur er til 1. október næstkomandi.