Vinnuveitandi

Eldisstöðin Ísþór

Starfsheiti

Gæðastjóri

Starfshlutfall

100%

Frestur

21.06.2021

Starfslýsing

Hefur þú áhuga á að leiða gæðastarf í ört vaxandi iðnaði? Eldisstöðin Ísþór hf. í Þorlákshöfn leitar að metnaðarfullum einstaklingi til að sinna starf gæðastjóra. Gæðastjóri vinnur náið með stöðvarstjóra og öðrum starfsmönnum í eldstöðinni og heyrir beint undir framkvæmdastjóra.

Starfssvið

• Ábyrgð á gæðakerfum.
• Eftirlit með lífmassanum í eldisstöðinni.
• Eftirfylgni og umbætur gæðaferla.
• Þarfagreining og gerð gæðahandbóka.
• Skipulagning og umsjón með innri og ytri úttektum.
• Öryggismál.
• Þátttaka í stefnumótun.

Hæfniskröfur

Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun í líffræði eða sambærileg menntun.
• Þekking af gæðastjórnun og umbótastarfi.
• Þekking á gæðakerfum, stöðluðu verklagi.
• Áhugi á fiskeldi.
• Góð samskiptahæfni og geta til að starfa í hópi.
• Samviskusemi, nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.
• Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.

Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is
Umsóknarfrestur er til og með 21. júní næstkomandi.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarlegt kynningarbréf og starfsferilsskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsjón með starfinu hafa Hilmar G. Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is) og Hildur Jóna Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is).Sækja um starf