Vinnuveitandi

Garðabær

Starfsheiti

Grunnskólakennarar - Urriðaholtsskóli

Frestur

05.04.2020

Starfslýsing

Urriðaholtsskóli er samrekinn leik- og grunnskóli í Garðabæ fyrir börn á aldrinum 1-16 ára. Auglýst er eftir grunnskólakennara til að taka þátt í að móta og byggja upp skólasamfélag þar sem áhersla er á skapandi starf með einstaklinginn í fyrirrúmi.

Teymisvinna er einkennandi fyrir starfshætti skólans bæði á meðal nemenda og starfsmanna, svo og milli skólastiga. Gildi skólans eru: Virðing, ábyrgð og umhverfi.

Helstu verkefni:

  • Vinnur að uppeldi og menntun barna samkvæmt aðalnámskrá
  • Að sinna daglegu fagstarfi og kennslu, m.a. í upplýsinga- og tæknimennt og náttúruvísindum
  • Vinnur að áætlanagerð og mati á námi barna og starfi yngstastigs
  • Foreldrasamstarf

Hæfniskröfur

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu
  • Þekking og reynsla í upplýsinga- og tæknimennt
  • Ánægja af því að starfa með börnum
  • Reynsla af skólastarfi eða öðru starfi með börnum æskileg
  • Sjálfstæði, sveigjanleiki, frumkvæði og góð samskiptahæfni
  • Góð íslenskukunnátta

Starfsfólk í skólum Garðabæjar hefur möguleika á að sækja um styrki í Þróunarsjóði leik- og grunnskóla Garðabæjar og er þeim ætlað að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfi skóla bæjarins.

 

Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2020. Gert er ráð fyrir að ráðningar taki gildi frá og með 1. ágúst.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Þorgerður Anna Arnardóttir skólastjóri Urriðaholtsskóla, s. 5919500, netfang thorgerduranna@urridaholtsskoli.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands eða annars viðeigandi stéttarfélags.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.

 Sækja um starf