Vinnuveitandi

Hýsi

Starfsheiti

Hýsi - Verkefnastjóri

Starfshlutfall

100%

Frestur

17.05.2021

Starfslýsing

Hýsi er 15 ára gamalt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í sölu byggingalausna s.s. bogabyggingum, byggingum úr límtré, CLT, stálgrind eða gámaeiningum. Jafnframt selur félagið öryggisgirðingar, slár og Gabion grjótgrindur. Fyrirtækið er í samstarfi við innlenda verkfræði- og arkitektastofur og mjög öfluga erlenda birgja á þessu sviði. Sjá hysi.is

Við leitum að kröftugum og framsæknum eintaklingi sem verkefnastjóra og sölumanni til þess að stýra og aðstoða við sölu byggingaverkefna fyrirtækisins. Flest verkefni eru unnin skv. sértilboðum.
Umsjón og eftirfylgni með byggingaverkefnum. Í því felst m.a. pantanagerð, samskipti við hönnuði, erlenda birgja, flutningsaðila og viðskiptavini.
Sala á byggingaverkefnum og öðrum vörum fyrirtækisins
Ráðgjöf og tilboðagerð við viðskiptavini
Sölusamningar, samskipti við birgja og aðstoð við markaðssetningu.
Afgreiðsla og önnur tilfallandi verkefni í litlu fyrirtæki

Um er að ræða 100% sumarstarf og möguleiki á hlutastarfi í framhaldinu.

Hæfniskröfur

  • Þekking og reynsla af byggingariðnaði er nauðsynleg
  • Mjög góð tölvukunnátta og reynsla af teikniforritum.
  • Reynsla af stjórnun verka á byggingarstað er kostur
  • Menntun á sviði verkfræði eða tæknifræði er kostur
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku.
  • Rík hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Jákvætt viðhorf og lausnarmiðuð hugsun.
  • Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð og geta unnið undir álagi
  • Þjónustulund, frumkvæði og metnaður til að ná árangri.


Sækja um starf