
Vinnuveitandi
ÍslandshótelStarfsheiti
Fulltrúi í bókhaldStarfshlutfall
100%Frestur
28.02.2023Starfslýsing
Íslandshótel óskar að ráða til sín fulltrúa í bókhald á fjármálasviði. Vertu hluti af fjölbreyttu og samheldnu teymi sem myndar öfluga liðsheild og veitir framúrskarandi þjónustu.
Um er að ræða stöðu í sumarafleysingum.
Starfssvið
- Færsla bókhalds
- Skönnun og bókun reikninga
- Afstemmingar í bókhaldi
- Ýmis tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
- Menntun framhaldsskólastigi, fagmenntun eða viðbótarnám (t.d. löggildur bókari) er kostur.
- Reynsla af sambærilegum störfum
- Almenn tölvukunnátta og talnagleggni
- Gott vald á íslensku og ensku er skilyrði
- Frumkvæði. nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum
- Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.