Vinnuveitandi

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar

Starfsheiti

Starfsþjálfun hjá Feneyjatvíæringnum

Frestur

10.12.2021

Starfslýsing

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar auglýsir eftir nemum í starfsnám við íslenska skálann á Feneyjatvíæringnum 2022. Hægt er að sækja um Erasmus+ starfsþjálfunarstyrk fyrir þessa stöðu á vefsíðu Alþjóðasviðs.

Starfsnámið felur í sér eftirfarandi:

• Nemarnir kynnast listamanninum Sigurði Guðjónssyni og fá yfirgripsmikla þekkingu á hans verkum.
• Aðstoð við undirbúning og framkvæmd sýningarinnar.
• Umsjón með yfirsetu sýningarinnar í íslenska skálanum.
• Upplifa hvernig mikilvægur listviðburður af þeirri stærðargráðu sem Feneyjatvíæringurinn er verður að veruleika.
• Fá starfsreynslu í hinum alþjóðlega listheimi, hafa möguleika á því að skoða allar
sýningar Feneyjatvíæringsins og kynnast hinni fallegu og sögulegu ítölsku borg
Feneyjum.
• Nemendur hafa möguleika á því að hitta lykilmanneskjur í listheiminum, listamenn, sýningarstjóra, safnstjóra og blaðamenn og stækka þar sitt tengslanet.

Tímabilið allt nær yfir 32 vikur og skiptist í tvennt:
• 15.apríl – 15. ágúst
• 15. ágúst - 30. nóvember

Hæfniskröfur

Nemendur í t.d. listfræði, safnafræði og menningarmiðlun geta sótt um þessa starfsþjálfunarstöðu. Áhugasamir sæki um fyrir 10. desember 2021.Sækja um starf