Vinnuveitandi

Landspítali

Starfsheiti

Félagsráðgjafi bráðageðdeild 32C

Starfshlutfall

100%

Frestur

22.01.2021

Starfslýsing

Spennandi starf félagsráðgjafa á bráðageðdeild geðþjónustu Landspítala er laust til umsóknar. Um er að ræða fullt afleysingarstarf til eins árs. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Bráðageðdeild er legudeild og einkennist starfsemin af þéttri þverfaglegri samvinnu og krefjandi, áhugaverðum verkefnum fyrir áhugasaman félagsráðgjafa. Á deildinni ríkir góður starfsandi og ýmis tækifæri eru til að vaxa í starfi og dýpka þekkingu og faglega færni.Við leitum eftir metnaðarfullum félagsráðgjafa sem er sjálfstæður í starfi og með framúrskarandi samskiptahæfni.
Verkefnin eru fyrst og fremst að gera sálfélagslegt mat á vanda sjúklings, veita sjúklingum og fjölskyldum þeirra upplýsingar um félagsleg réttindi og sinna málastjórn hvað varðar að tengja saman ólík þjónustukerfi.
Áhersla er lögð á góð og markviss samskipti við aðstandendur og að veittur sé stuðningur við hvers konar sálfélagslegar aðstæður sem upp geta komið við erfið og skyndileg veikindi. Góð aðlögun og stuðningur er veittur í upphafi starfs auk faghandleiðslu eftir þörfum.

Við félagsráðgjöf á Landspítala starfa rúmlega 50 félagsráðgjafar í þverfaglegum teymum og í nánu samstarfi við aðra starfsmenn spítalans. Lögð er áhersla á þverfaglega teymisvinnu, fjölskyldumiðaða nálgun og gagnreynd vinnubrögð.

Helstu verkefni og ábyrgð
» Virk þátttaka í þverfaglegu samstarfi og framþróun starfsins<br />» Samþætting félagslegra úrræða og meðferðar<br />» Markvisst samstarf með fjölskyldum og aðstandendum samkvæmt stefnu Landspítala og löggjöf um rétt barna sem aðstandenda<br />» Miðlun fræðslu og þekkingar á vanda einstaklinga með geðraskanir

» Virk þátttaka í þverfaglegu samstarfi og framþróun starfsins
» Samþætting félagslegra úrræða og meðferðar
» Markvisst samstarf með fjölskyldum og aðstandendum samkvæmt stefnu Landspítala og löggjöf um rétt barna sem aðstandenda
» Miðlun fræðslu og þekkingar á vanda einstaklinga með geðraskanir

Hæfnikröfur

» Faglegur metnaður og einlægur áhugi á félagsráðgjöf í heilbrigðisþjónustu
» Íslenskt starfsleyfi félagsráðgjafa
» Reynsla af starfi með einstaklingum með geðraskanir og fjölskyldum þeirra
» Þekking á meðferð geðsjúkdóma
» Fjölskyldumeðferðarmenntun er kostur
» Afburða samskiptafærni og samstarfshæfileikar
» Jákvætt hugarfar, metnaður og áhugi á að starfa í þverfaglegu teymi
» Færni til að vinna sjálfstætt
» Góð geta til að skipuleggja og forgangsraða verkefnum

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, auk kynningarbréfs. Valið verður úr hópi umsækjenda á grundvelli viðtala og framlagðra gagna. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

 

Starfshlutfall
100%
Umsóknarfrestur
22.01.2021

Nánari upplýsingar
Guðlaug María Júlíusdóttir, gudljul@landspitali.is, 543 1000
Gunnlaug Thorlacius, gunnlth@landspitali.is, 825 5071
LSH Félagsráðgjöf
Hringbraut
101 Reykjavík

 

Sækja um starf