Vinnuveitandi

Nordjobb

Starfsheiti

Nordjobb - sumarstörf

Frestur

30.06.2021

Starfslýsing

Nordjobb hjálpar þér að finna atvinnu og húsnæði á Norðurlöndunum. Ýmis störf eru í boði, t.d. í garðyrkju, heilbrigðisþjónustu, ferðaþjónustu, veitingageiranum og skrifstofustörf.

Hægt er að sækja um störf á Íslandi og í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum. Allir á aldrinum 18-30 ára geta sótt um. Hægt er að sækja um Nordjobb allt árið en flest störf eru í boði yfir sumarið.

Þetta er tilvalið tækifæri til að upplifa norræna menningu og læra norræn tungumál.

Hægt er að sjá laus störf hér: https://www.nordjobb.org/is/saekja-um-vinnu

Atvinnurekendur á Íslandi sem hafa áhuga á að ráða Nordjobbara geta skráð vinnustaðinn sinn hér: https://www.nordjobb.org/is/fyrir-vinnuveitendur/skra-vinnustadh

Sækja um starf