Vinnuveitandi

Dalsskóli

Starfsheiti

Dalskóli -Umsjónarkennari á yngsta stigi

Starfshlutfall

100%

Frestur

02.10.2023

Starfslýsing

Dalskóli er samrekinn leik-, grunn- og frístundaskóli með um 650 börnum á leik- og grunnskólaaldri og 130 starfsmönnum. Lögð er áhersla á sveigjanlega starfshætti og samvinnu. Í skólanum ríkir viðhorf virðingar fyrir einstaklingnum og sérkennum hans. Lögð er áhersla á lifandi, skemmtilegt og skapandi skólastarf. Skólinn starfar eftir hugmyndafræðinni um jákvæðan aga.

Dalskóli er þróunarskóli í leiðsagnarnámi.

Krafa er gerð um kennsluréttindi, góða íslenskukunnáttu, mjög góða samskiptafærni og hæfni í teymisvinnu.

Staðan eru laus frá 1. nóvember eða fyrr.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Annast kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra.
 • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum.
 • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
 • Vinna samkvæmt stefnu skólans og taka þátt í þróunarverkefnum innan skólans.

Hæfniskröfur

 • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
 • Menntun og hæfni til almennrar kennslu með fjölbreyttar þarfir nemendahóps.
 • Reynsla og áhugi á að starfa með ungu fólki.
 • Framúrskarandi hæfni í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
 • Faglegur metnaður.
 • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
 • Góð íslenskukunnátta.
 • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Auður Valdimarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í netfanginu: audur.valdimarsdottir@rvkskolar.is

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélag og KÍ v/ Félags grunnskólakennara.Sækja um starf