Vinnuveitandi
ReykjavíkurborgStarfsheiti
Hjúkrunarfræðingur í heimaþjónustuStarfshlutfall
100%Frestur
28.02.2023Starfslýsing
Unnið er eftir samþættri heimaþjónustu heimahjúkrunar, félagsþjónustu og endurhæfingarteymis með það að markmiði að veita örugga og góða þjónustu við fólk í heimahúsum.
Mikil þróunarvinna er á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Innleiðing velferðartækni ásamt sérhæfðum verkefnum sem tengjast þverfaglegu, hreyfanlegu öldrunarteymi, með það að markmiði að styðja enn frekar við sjálfstæða búsetu aldraðra í eigin húsnæði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hjúkrunarþjónusta í heimahúsi í samvinnu við teymisstjóra hjúkrunar og þjónustuþega
- Starfað er eftir gæðastefnu velferðarsviðs og hugmyndafræði heimahjúkrunar
- Framkvæmd og eftirfylgd hjúkrunaráætlana og skráning í Sögu. Virk þátttaka í teymisvinnu.
Hæfniskröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Þekking og reynsla af sjúkraskrárkerfinu SÖGU og RAI mælitækjum æskileg
- Góð samskipta- og skipulagshæfni
- Frumkvæði og faglegur metnaður
- Ökuréttindi
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
- Íslenskukunnátta á bilinu B2-C2 (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólöf Inga Birgisdóttir, í gegnum netfangið olof.inga.birgisdottir@reykjavik.is eða síma 411-965.