Vinnuveitandi

Leikskólinn Hlíð

Starfsheiti

Leikskólakennari / leiðbeinandi í Hlíð - Eskihlíð

Starfshlutfall

100%

Frestur

28.09.2023

Starfslýsing

Við leitum að skapandi og áhugasömum leikskólakennara eða leiðbeinanda í leikskólann Hlíð, Eskihlíð 17, til að mennta ung börn til framtíðar og taka þátt í þróunarstarfi skólans. Við leggjum áherslu á faglegt starf og frjálsan leik barnanna. Einkunnarorð okkar eru vinátta, virðing og vellíðan og leiðarvísir okkar er heimspeki Línu Langsokkar „Er eitthvað í fargmöldunartöflunni sem útilokar það?"

Um er að ræða fullt starf sem laust er nú þegar eða eftir samkomulagi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.
  • Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi skólans og þróunarverkefnum.
  • Starfið er laust strax eða eftir samkomulagi.

Hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara.
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
  • Sveigjanleiki í samskiptum.
  • Faglegur metnaður, frumkvæði og áhugi.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.

Fríðindi í starfi

  • Menningar- og bókasafnskort.
  • Heilsuræktarstyrkur.
  • Forgangur barna í leikskóla og afsláttur af dvalargjaldi
  • Sundkort í allar sundlaugar í Reykjavík.
  • Styttri vinnuvika.
  • Frír hádegismatur.
  • Samgöngustyrkur.

Upplýsingar um starfið veitir leikskólastjóri, Auður Helga Kristinsdóttir, í síma 411 3580 eða á netfanginu audur.helga.kristinsdottir@rvkskolar.is

Laun eru samkvæmt samningi sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ/FL



Sækja um starf