Vinnuveitandi

Reykjavíkurborg

Starfsheiti

Við leitum að mannlegum ofurhetjum til að skipa I-teymi stafrænnar vegferðar Reykjavíkurborgar

Starfshlutfall

100%

Frestur

26.09.2021

Starfslýsing

Reykjavíkurborg hefur blásið til sóknar með Græna planinu til að hraða stafrænni umbreytingu og bregðast við kröfu íbúa og fyrirtækja um bætta þjónustu á stafrænum miðlum.
Þjónustu- og nýsköpunarsvið leiðir stafræna umbreytingu á þjónustu borgarinnar og leitast við að vera boðberi frjórrar menningar, nýrra aðferða og framsækins hugsunarháttar.

Við leitum að mannlegum ofurhetjum til að skipa I-teymi stafrænnar vegferðar Reykjavíkurborgar en verkefninu er ætlað er að hraða stafrænni umbreytingu í þjónustu hins opinbera.
I-teymið beitir skapandi aðferðum svo nýta megi stafrænar lausnir enn frekar til að bæta þjónustu og þar með líf og lífsgæði borgarbúa. Tækni og kerfi spila þar stórt hlutverk, ekki síður
en fólk og ferlar. Um er að ræða ný störf, fjármögnuð af Bloomberg Philantrophies undir flaggi „Build back better“, til tveggja eða þriggja ára með möguleika á framlengingu. Verkefnið er
unnið í samstarfi við svið, skrifstofur og stofnanir Reykjavíkurborgar sem og Amsterdam í Hollandi, San Francisco og Washington í Bandaríkjunum og Mexikóborg í Mexikó og Bogotá í
Kólombíu.
Ef þú ert öflugur, lausnamiðaður og framsýnn einstaklingur sem hefur að bera góða skipulagshæfni, sýnir sjálfstæði og frumkvæði í starfi, ert afburða góður í samskiptum og að mynda tengsl þvert á skipulagsheildir, þá ert þú réttur maður, kona eða kvár í i-teymið.

Þjónustuleiðtogi
(100% starfshlutfall)
Þjónustuleiðtogi eflir faglegt starf þjónustuhönnunnar innar borgarkerfisins. Hann styður við og tryggir samhæfingu í þjónustuhönnun milli ólíkra einstaklinga og teyma sem vinna við stafræna vöruþróun, og stuðlar að farsælum innkaupum og innleiðingu á hugbúnaði í öðrum stafrænum verkefnum.
Þjónustuleiðtogi samræmir samstarf við svið og stofnanir Reykjavíkurborgar um framkvæmd þjónustu og þróun hennar.

Helstu verkefni:
 Þróar og innleiðir ramma og tól til hagnýtingar þjónustuhönnunar þvert yfir svið borgarinnar.
 Leiðir fræðslu og þekkingarmiðlum um þjónustuhönnun innan borgarinnar.
 Er verkefna- og vörustjórnum, framleiðsluteymum, hönnuðum og öðrum til ráðgjafar.
 Vinnur náið með UXteyminu við notenda rannsóknir og hönnun á notendaupplifun og ferli.
 Vinnur náið með myndskreyti við nálganir á föngun þjónustuhönnunar í myndskreytingu.

Gagnasérfræðingur
(100% starfshlutfall)
Gagnasérfræðingur þróar leiðir til að meta arðsemi og framvindu stafrænnar umbreytingar m.a. með birtingu lykiltalna á mælaborðum. Hann styður við gagnadrifna ákvörðunartöku í verkefnum i-teymisins og stafrænni umbreytingu í þeim tilgangi að bæta þjónustuupplifun borgarbúa og fyrirtækja.
Gagnasérfræðingur finnur leiðir til að skapa virði úr gögnum borgarinnar og tekur þátt í þróun gagnahugbúnaðar, tölfræði- og gervigreindarlíkana.

Helstu verkefni:
 Útfærsla á birtingu arðsemi og skýrslugjöf því tengt.
 Forritun og viðhald á gagnavinnsluferlum.
 Greining og vinnsla, myndræn framsetning og miðlun gagna og greininga.
 Þróun og viðhald á viðskiptagreindarskýrslum og rekstur tölfræðilíkana.
 Ráðgjöf varðandi gagnavinnslu og gagnagreiningu.

Atferlishagfræðingur /Framtíðarfræðingur
(100% starfshlutfall)
Viðkomandi styður við viðskiptaþróun og stefnumótandi hugsun í i-teyminu, hann freistarþess að brjóta til mergjar hvað það er sem hefur áhrif á og mótar hegðun fólks til framtíðar, samþættir innsýn í atferli einstaklinga við vöruþróun og hönnun á viðmóti í stafrænni vegferð, og hefur forgöngu um tilraunir með nýstárlegar lausnir til að leysa áskoranir í þjónustuveitingu.

Helstu verkefni:
 Innleiðir ramma og tól til hagnýtingar atferlisfræða og skyldra fræða í stafrænni vegferð.
 Gerir teymum kleift að nýta sér viðeigandi upplýsingar í allri forritunar- og þjónustuhönnun.
 Hannar og framkvæmir tilraunir og dregur saman helstu niðurstöður.
 Greinir stór gagnasöfn og gerir úr þeim upplýsingar til ákvarðanatöku við þróun lausna.
 Vinnur náið með UXteyminu við notenda rannsóknir til að hanna notendaupplifun og ferli.

Samskiptaséní
(100% starfshlutfall)
Hlutverk sérfræðings í markaðssamskiptum er að smíða áætlarnir í markaðs- og kynningarmálum fyrir stafræna vegferð. Hann vinnur að útfærslu, samræmingu og framkvæmd markaðsaðgerða þvert yfir sviðið á forsendum samþykktrar mörkunar. Hann miðlar sögu og áhrifum stafrænnar þjónustuumbreytingar til starfsfólks borgarinnar, íbúa og fyrirtækja á þann hátt að tilgangur hennar sé skýr og að hún stuðli að jákvæðri upplifun.

Helstu verkefni:
 Treystir stafræna mörkun borgarinnar með stefnumiðaðri áætlunargerð.
 Eflir slagkraft í markaðssamskiptum með ráðgjöf og þjónustu í markaðs- og kynningarmálum.
 Tryggir að markaðstarf á vegum sviðsins styðjist við nýjustu og öflugustu miðlunarleiðirnar.
 Hefur umsjón með framleiðslu á efni í tengslum við markaðsaðgerðir og birtingar á miðlum.
 Hefur umsjón með skipulagning ráðstefna, viðburða og opinna funda sviðsins.

Myndskreytir
(50% starfshlutfall)
Myndskreytir hefur það hlutverk að þróa áhrifaríkan og heildrænan myndheim fyrir Hönnu, hönnunarkerfi Reykjavíkurborgar sem gerir alla stafræna umbreytingu fallegri, skýrari og mannlegri og styrkir alla notendaupplifun. Myndskreytir framleiðir myndefni fyrir ólík viðmót, einn og í samsköpun, auk þess að skrá sköpunarferlið sjálft frá upphafi til lokaafurðar.

Helstu verkefni:
 Þróar skýra ásýnd og teiknar upp fjölbreyttan myndheim hönnunarkerfisins Hönnu.
 Framleiðir myndskreytingar fyrir viðmóts- og útlitshönnun stafrænna vara, fyrir markaðsstarf og samskipti og annað sem við á.
 Heimildateiknun í notendarannsóknum til hagnýtingar í efnisgerð.
 Skráning og framsetning á sköpunarferli og myndskreyttum afurðum stafrænnar vegferðar

Umsóknarfrestur er til 26. september 2021.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, þó ekki seinna en í lok nóvember. Nánari upplýsingar um störfin er að finna á umsóknarvef Reykjavíkurborgar.

Sækja um starf