Vinnuveitandi

Samkaup

Starfsheiti

Samkaup - Starfsþjálfun

Starfshlutfall

100%

Frestur

16.12.2022

Starfslýsing

Starfsþjálfun fyrir nemendur í Viðskiptafræðideild.

Samkaup leita að nemanda í starfsþjálfun. Helstu verkefni geta verið tengd markaðsetningu, þjónustu við viðskiptavini, stafrænum miðlum, mannauðsstjórnun og ferlagreiningu.
Samkaup er leiðandi fyrirtæki í viðskiptaháttum, vörugæðum og þjónustu, sem reka 64 verslanir víðsvegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til hverfisverslana.
Helstu vörumerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland. Samkaup leggur áherslu á að vera eftirsóknaverður vinnustaður með öflugt lið starfsmanna sem eru um 1300 talsins.

Þessi staða er í boði fyrir grunnnema í Viðskiptafræðideild sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) og meistaranema sem hafa lokið 60 einingum með fyrstu einkunn.

Sótt er um stöðuna með því að senda ferilskrá og kynningarbréf á vidskipti@hi.is, þar sem nemandi útlistar áhuga sinn á stöðunni og hvernig hann/hún/hán uppfyllir hæfniskröfur.

Hæfniskröfur

  • Áhugi á verslun og þjónustu
  • Frumkvæði við úrlausn viðfangsefna
  • Hæfni í samskiptum og geta til að vinna undir álagi
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð


Sækja um starf