Vinnuveitandi

Samkeppniseftirlitið

Starfsheiti

Samkeppniseftirlitið - Starfsþjálfun

Starfshlutfall

100%

Frestur

16.12.2022

Starfslýsing

Starfsþjálfun fyrir nemendur í Viðskiptafræðideild.

Samkeppniseftirlitið leitar að nemanda í starfsþjálfun. Í starfsþjálfun fá nemendur dýrmæta reynslu í að beita fræðilegri þekkingu á raunveruleg viðfangsefni sem unnið er að innan stofnunarinnar. Getur það falist í söfnun og úrvinnslu gagna, greiningum og sem skrifum.

Þessi staða er í boði fyrir grunnnema í Viðskiptafræðideild sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) og meistaranema sem hafa lokið 60 einingum með fyrstu einkunn.

Sótt er um stöðuna með því að senda ferilskrá og kynningarbréf á vidskipti@hi.is, þar sem nemandi útlistar áhuga sinn á stöðunni og hvernig hann/hún/hán uppfyllir hæfniskröfur.

Hæfniskröfur

  • Góð þekking á fjármálum
  • Gott vald á aðferðum í tölfræði og færni í úrvinnslu gagna
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Hæfni í samskiptum og geta til að vinna undir álagi
  • Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta
  • Áhugi á samkeppnismálum


Sækja um starf