Vinnuveitandi

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Starfsheiti

Lögfræðingur

Starfshlutfall

100%

Frestur

08.03.2021

Starfslýsing

Úrskurðarnefnd velferðarmála óskar eftir að ráða lögfræðing til starfa. Um er að ræða 100% starf, tímabundið í eitt ár.

Helstu verkefni:
Verkefnin eru fjölbreytt og felast aðallega í túlkun og beitingu réttarreglna á sviði almannatrygginga, atvinnuleysistrygginga, barnaverndarmála, félagsþjónustu- og húsnæðismála, fæðingar- og foreldraorlofsmála svo og greiðsluaðlögunarmála.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Umsækjendur skulu hafa lokið embættis- eða meistaraprófi í lögfræði.
Þekking á sviði stjórnsýsluréttar er æskileg.
Starfið krefst lipurðar í samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum og sjálfstæðis til verka.

Frekari upplýsingar um starfið:
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Stéttarfélags lögfræðinga.

Umsóknir skulu berast til úrskurðarnefndar velferðarmála, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík eða á netfangið postur@urvel.is eigi síðar en 8. mars nk.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Agnes Þorsteinsdóttir formaður, í síma 551-8200. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.

Sækja um starf