Vinnuveitandi

Vegagerðin

Starfsheiti

Umsjónar- og eftirlitsmaður á tæknideild Vestusvæðis á Ísafirði.

Starfshlutfall

100%

Frestur

18.01.2021

Starfslýsing

Vegagerðin auglýsir eftir umsjónar- og eftirlitsmanni með nýframkvæmdum og viðhaldi á tæknideild Vestursvæði. Um er að ræða fullt starf á starfsstöð á Ísafirði.
Helstu verkefni og ábyrgð
Við erum að leita eftir umsjónar- og eftirlitsmanni sem hefur áhuga á að takast á við krefjandi verkefni. Umsjón- og eftirlit með framkvæmda- og viðhaldsverkefnum. Áætlanagerð, tæknilegur undirbúningur og eftirfylgni með framkvæmdum.
Hæfnikröfur
Verk- eða tæknifræðimenntun er kostur
Reynsla af ámóta störfum er kostur
Reynsla af umsjónar- og eftirlitsverkefnum er kostur
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu
Frumkvæði og faglegur metnaður
Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi
Góð tölvukunnátta
Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu.
Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 18.01.2021
Nánari upplýsingar veitir

Pálmi Þór Sævarsson- palmi.th.saevarsson@vegagerdin.is - 5221000

Sækja um starf