Heimahjúkrun í Norðurmiðstöð auglýsir eftir nemum til starfa sumarið 2025. Starfshlutfall er samkomulag.
Í Norðurmiðstöð er veitt fjölbreytt þjónusta á sviði velferðar-, skóla- og frístundamála fyrir Laugardal, Háaleiti og Bústaðahverfi. Unnið er eftir samþættri heimaþjónustu heimahjúkrunar, heimastuðnings og endurhæfingarteymis.
Reykjavíkurborg hefur verið leiðandi í samþættri þjónustu heimahjúkrunar og heimastuðnings. Markmið þjónustunnar er að veita örugga og góða þjónustu við þjónustuþega.
Mikil þróunarvinna er á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Má þar nefna innleiðingu velferðartækni, ásamt fjölbreyttum og sérhæfðum verkefnum.