Tengslatorg Háskóla Íslands
Með skráningu á THÍ er hægt að ná til um 16.000 stúdenta á öllum stigum háskólanáms og stuðla að tengingu á milli atvinnulífs og rannsakenda. Þú ert því komin/n í hóp fjölmargra fyrirtækja og stofnana sem hafa nýtt sér þennan vettvang til samvinnu með margvíslegum hætti.
Tækifæri í boði
-
Sala og ráðgjöf – gerum byggingariðnaðinn umhverfisvænni
Visttorg er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að bjóða upp á gagnadrifnar lausnir fyrir sjálfbærni og umhverfisvitund í byggingariðnaði. Fyrirtækið vinnur meðal annars að þróun gagnagrunns og greiningartóla sem styðja fyrirtæki við að taka upplýstar…
-
Nýdoktor í tilraunastjarneðlisfræði
Starf nýdoktors við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands er laust til umsóknar. Nýdoktorinn mun verða hluti af CMBeam rannsóknarverkefninu sem er fjármagnað með styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu til tveggja ára en möguleiki er á að viðbótarstyrkur verði fyrir…
-
Coordinator for American student groups in Reykjavik
We are a German tour operator specialized in study abroad programs for American, Canadian, and Brazilian university groups to Europe.
Viltu auglýsa á Tengslatorgi HÍ?
Á þessum vef gefst atvinnurekendum og öðrum kostur á að komast í samband við þann fjölbreytta mannauð sem býr í stúdentum Háskóla Íslands og í tengsl við háskóladeildir og rannsakendur.
Tengslatorg HÍ er kjörinn vettvangur til að auglýsa störf sem eru í boði fyrir stúdenta Háskóla Íslands. Gert er ráð fyrir að um sé að ræða sumarstörf, hlutastörf með námi eða framtíðarstörf sem krefjast háskólamenntunar. Verkefnastjóri Tengslatorgs fer yfir auglýsingar og samþykkir til birtingar.
Til að auglýsa laust starf þarft þú að stofna aðgang að Tengslatorgi HÍ fyrir hönd atvinnurekanda/stofnun eða skrá þig inn ef þú ert þegar notandi.
Atvinnulífið
Tengslatorg HÍ býður atvinnulífinu að auglýsa laus störf eða önnur atvinnutengd verkefni þar sem leitað er eftir starfskröftum stúdenta. og er skráning gjaldfrjáls .
Með þessu samstarfi HÍ og atvinnulífsins er verið að undirbúa stúdenta undir þátttöku á vinnumarkaði.
Starfsþjálfun
Starfsþjálfun tengir saman nemendur annars vegar og fyrirtæki og stofnanir hins vegar með sameiginlegan ávinning allra aðila að leiðarljósi.
Starfsþjálfun er ein leið fyrir atvinnulífið til að auðga starfsemi sína og vera virkur þátttakandi í að móta framtíðarmannauð.
Stúdentar
Viltu komast í tengsl við atvinnurekendur og vinnumarkaðinn?
Á Tengslatorgi muntu finna ýmis tækifæri til að efla þína starfshæfni í gegnum störf, starfþjálfun eða hagnýt verkefni.
Hvað er Tengslatorg?
Tengslatorg HÍ er samstarfsvettvangur Háskóla Íslands og atvinnulífs.
Annars vegar er hægt að komast í samband við nemendur og rannsakendur og hins vegar er hægt að taka þátt í að efla aðgengi nemenda að símenntun og leggja áherslu á hæfni þeirra til að takast á við fjölbreytt störf og áskoranir í kvikum og tæknivæddum heimi.