Tengslatorg Háskóla Íslands

Velkomin á vef Háskóla Íslands, tengslatorg.hi.is, sem helgaður er atvinnumálum stúdenta við skólann. Vefurinn er hugsaður sem alhliða atvinnumiðlun fyrir stúdenta Háskóla Íslands. Af því tilefni býður Háskóli Íslands fyrirtækjum og stofnunum að auglýsa endurgjaldslaust eftir starfskröftum í sumarstörf og framtíðarstörf sem krefjast háskólamenntunar á Tengslatorgi skólans.

Vefurinn fékk strax í upphafi jákvæð viðbrögð frá fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum. Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands (NSHÍ) hefur umsjón með vefnum og samskipti við atvinnurekendur.

Fjölmörg stöðugildi í boði

Stúdentum Háskóla Íslands býðst nú að skrá sig inn og sækja um einhver af þeim stöðugildum sem í boði eru. Athygli er vakin á að á bak við hverja auglýsingu kunna að vera fjölmörg stöðugildi.

Fjölbreytt úrval starfa

Tengslatorg hefur fengið góðar undirtektir frá fyrirtækjum og stofnunum þar sem tækifæri gefst til að leita að starfskröftum á meðal stúdenta Háskóla Íslands.  Fjölbreytt úrval starfa er að finna á Tengslatorginu og störf bætast við vikulega.

Eflum tengsl Háskóla Íslands við samfélagið

Atvinnumiðlun fyrir stúdenta er fyrsta skrefið í vinnu við að efla tengsl Háskóla Íslands við samfélagið, jafnt atvinnulífið sem og hið opinbera.