Tengslatorg Háskóla Íslands

Með skráningu á THÍ er hægt að ná til um 14.000 stúdenta á öllum stigum háskólanáms og stuðla að tengingu á milli atvinnulífs og rannsakenda. Þú ert því komin/n í hóp fjölmargra fyrirtækja og stofnana sem hafa nýtt sér þennan vettvang til samvinnu með margvíslegum hætti.

Hvað er Tengslatorg?

Tengslatorg HÍ er leggur áherslu á að draga fram tækifæri fyrir stúdenta á vinnumarkaði. Tækifæri sem styrkja starfsþróun stúdenta og auka innsýn þeirra í atvinnulífið.

Tengslatorg er samstarfsvettvangur Háskóla Íslands og atvinnulífs. Annars vegar er hægt að komast í samband við nemendur og rannsakendur og hins vegar er hægt að taka þátt í að efla aðgengi nemenda að símenntun og leggja áherslu á hæfni þeirra til að takast á við fjölbreytt störf og áskoranir í kvikum og tæknivæddum heimi.

Tækifæri í boði

  • Deildarstjóri
    Frestur 04.05.2025
    Fullt starf
    Deildarstjóri

    Deildarstjóri

    Bjartahlíð sem er 6 deilda leikskóli með 110 börnum auglýsir eftir deildarstjóra í fullt starf. Leikskólinn starfar í tveim húsum á sem eru stödd í Grænuhlíð 24 og Stakkahlíð 19. Vilt þú koma og vera með…

  • Sumarstarf á Rannsóknarstofu Steypustöðvarinnar
    Frestur 20.04.2025
    Sumarstarf
    Tæknimaður í gæðastjórnun

    Sumarstarf á Rannsóknarstofu Steypustöðvarinnar

    Steypustöðin var stofnuð árið 1947 og eru aðalstöðvar félagsins á Malarhöfða 10 Reykjavík.Steypustöðin er með útibú á nokkrum stöðum eins og Hafnarfirði, Selfossi, Helguvík, Borgarnesi og Vík í Mýrdal ásamt tveimur færanlegum Steypustöðvum. Eins og nafnið…

  • Umsjónakennari í Húsaskóla
    Frestur 23.04.2025
    Fullt starf
    Umsjónakennari

    Umsjónakennari í Húsaskóla

    Húsaskóli í Grafarvogi er grunnskóli fyrir nemendur í 1. – 7. bekk. Nemendur eru um 150 og starfsmenn um 30. Skólinn er teymiskennsluskóli og er er með hæfnimiðað verkefnanám þar sem flestar greinar eru samþættar. Hann…

Viltu auglýsa á Tengslatorgi HÍ?

Á þessum vef gefst atvinnurekendum og öðrum kostur á að komast í samband við þann fjölbreytta mannauð sem býr í stúdentum Háskóla Íslands og í tengsl við háskóladeildir og rannsakendur.

Tengslatorg HÍ er kjörinn vettvangur til að auglýsa störf sem eru í boði fyrir stúdenta Háskóla Íslands. Gert er ráð fyrir að um sé að ræða sumarstörf, hlutastörf með námi eða framtíðarstörf sem krefjast háskólamenntunar. Verkefnastjóri Tengslatorgs fer yfir auglýsingar og samþykkir til birtingar.

Til að auglýsa laust starf þarft þú að stofna aðgang að Tengslatorgi HÍ fyrir hönd atvinnurekanda/stofnun eða skrá þig inn ef þú ert þegar notandi.

work

Atvinnulífið

Tengslatorg HÍ býður atvinnulífinu að auglýsa laus störf eða önnur atvinnutengd verkefni þar sem leitað er eftir starfskröftum stúdenta. og er skráning gjaldfrjáls .

Með þessu samstarfi HÍ og atvinnulífsins er verið að undirbúa stúdenta undir þátttöku á vinnumarkaði.

network_node

Starfsþjálfun

Starfsþjálfun tengir saman nemendur annars vegar og fyrirtæki og stofnanir hins vegar með sameiginlegan ávinning allra aðila að leiðarljósi.

Starfsþjálfun er ein leið fyrir atvinnulífið til að auðga starfsemi sína og vera virkur þátttakandi í að móta framtíðarmannauð.

school

Stúdentar

Viltu komast í tengsl við atvinnurekendur og vinnumarkaðinn?

Á Tengslatorgi muntu finna ýmis tækifæri til að efla þína starfshæfni í gegnum störf, starfþjálfun eða hagnýt verkefni.