Hvað er í boði á vinnumarkaðnum fyrir mig?
Hér fyrir neðan er framboð starfa og starfsþjálfunartækifæra þar sem verið er að leita eftir þínum starfskröftum.
Ef þig vantar aðstoð við að undirbúa umsókn þá er um að gera að hafa samband við sérfræðingana í náms- og starfsráðgjöf hjá Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands sem geta hjálpað þér við að setja saman umsókn, lesa yfir ferilskrá þína og kynningarbréf.
Störf í boði
Viltu auglýsa á Tengslatorgi?
Á þessum vef gefst vinnumarkaðnum og öðrum kostur á að auglýsa laus störf í boði fyrir stúdenta Háskóla Íslands. Gert er ráð fyrir að um sé að ræða sumarstörf, hlutastörf með námi eða framtíðarstörf sem krefjast háskólamenntunar. Verkefnastjóri Tengslatorgs fer yfir auglýsingar og samþykkir til birtingar.
Til að auglýsa laust starf þarft þú að stofna aðgang að Tengslatorgi fyrir hönd atvinnurekanda eða skrá þig inn ef þú ert þegar notandi.