Hvað er starfsþjálfun?
Fulltrúar Háskóla Íslands, atvinnulífs og hins opinbera hafa samið um að efla sitt samstarf og auka möguleika háskólanema á starfsþjálfun, en slíkt gagnast í senn háskólanemum, atvinnulífi og samfélaginu öllu. Þau Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, settust niður af þessu tilefni og ræddu mikilvægi öflugrar starfsþjálfunar í nútíð og framtíð.
Ávinningur fyrirtækja
- Stjórnendur fyrirtækja og stofnana fá aðgang að nýjustu þekkingu á viðfangsefnum og fræðum í gegnum nemendur.
- Greiðari aðgangur að framtíðarmannauði
- Eflir tengsl fyrirtækja og stofnana við háskólasamfélagið
Ávinningur nemenda
- Nemendur öðlast reynslu og þekkingu af starfi sem tengist beint námi þeirra undir leiðsögn sérfræðinga í atvinnulífinu.
- Nemendur fá tækifæri til að beita fræðilegri þekkingu á raunveruleg viðfangsefni
- Brúarsmíð á milli fræða og framkvæmda og sýnileg tengsl við hæfniviðmið námsleiðar
- Nemendur efla sitt faglega tengslanet og styrkja fagvitund sína
Hér segja nemendur og fulltrúar Háskólans og fyrirtækja sem þegar hafa tekið þátt í slíku samstarfi frá reynslunni:
Undirliggjandi markmið er að efla aðgengi að símenntun og leggja áherslu á hæfni nemenda til að takast á við fjölbreytt störf og áskoranir í kvikum og tæknivæddum heimi.
Hvernig fer starfsþjálfunin fram?
- Unnið er að skilgreindum verkefnum hjá fyrirtæki sem tengist námi nemandans og gerður samstarfssamningur þar að lútandi.
- Nemandinn nýtur leiðsagnar sérfræðings og starfsfólks
- Alla jafna er umfangið er 150 klukkustundir sem er ígildi 6 ECTS eininga. Einnig er hægt að skoða aðrar einingasamsetningu.
- Ólaunuð starfsþjálfun
Hver er nemendahópurinn?
Grunnnemendur sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25)
Framhaldssnemendur sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn /7,25)
Fjölbreyttur ávinningur er fólginn í því að bjóða nemendum starfsþjálfun
Fyrirtæki, stofnanir og sveitafélög sem eru áhugasöm um að taka þátt í verkefninu eru hvött til að sækja um
Vitnisburðir
,,Kynslóðir verða að mentora hvora aðra upp og niður og mikilvægt að Háskólasamfélagið og atvinnulífið séu í stöðugu samtali. FKA gerði því samning við Viðskiptafræðideild um að fá nemendur í starfsþjálfun Voru þær XYZ og XYZ valdar úr hópi umsækjenda og það hefur verið algjörlega geggjað að fylgjast með þeim springa út og eflast.“
Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA
,,Samstarfið við Viðskiptafræðideildina hefur gengið mjög vel. Við vorum ánægð með ferlið og hversu lítið flækjustig var á ferlinu. Starfsneminn okkar stóð sig með prýði. Við erum almennt mjög ánægð með þetta allt saman og hlökkum til að taka á móti næsta starfsnema á næsta ári“.
Sigurður Möller, sérfræðingur í áætlanagerð og greiningu hjá Vegagerðinni
Starfsþjálfun í boði