Vinnuveitandi

Sæmundarskóli

Starfsheiti

Þroskaþjálfi

Frestur

18.05.2024

Starfslýsing

Sæmundarskóli óskar eftir Þroskaþjálfa.

Einkunnarorð Sæmundarskóla eru gleði, virðing, samvinna. Þau gefa tóninn fyrir skólabraginn og eru leiðarljós í starfinu.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Verkefni og ábyrgð

  • Hefur umsjón með skipulagningu og framkvæmd á sérhæfðri þjálfun nemenda ásamt því að veita samstarfsmönnum og foreldrum fræðslu og ráðgjöf.
  • Annast þjálfun nemenda í samráði við deildarstjóra stoðþjónustu, sérkennara, aðra kennara og foreldra.
  • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum.
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk

Hæfniskröfur

  • Þroskaþjálfamenntun og leyfi til að nota starfsheitið þroskaþjálfi.
  • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum.
  • Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
  • Faglegur metnaður.
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
  • Íslenskukunnátta B2 samkvæmt samevrópskum matskvarða um tungumálaviðmið.

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar við Þroskaþjálfafélag Íslands.

Starfshlutfall er 70% -100% eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Matthildur Hannesdóttir aðstoðarskólastjóri, Matthildur.Hannesdottir@rvkskolar.is og Guðrún Anna Gunnarsdóttir aðstoðarskólastjóri, Gudrun.Anna.Gunnarsdottir@rvkskolar.is og í síma 411-7848

Heimasíða Sæmundarskóla



Sækja um starf